Sunna Maren var í 5 mán skoðun í dag. Gekk svona líka ljómandi vel, þær voru ofboðslega ánægðar með hana. Stinn og flott stelpa (mamman var nú auðv sammála þessu). En stúlkan er orðin 6975 g og 66,5 cm (hélt reyndar að hún væri orðin lengri því hún er farin að passa í 74 og jafnvel samfellur 80 cm en hvað um það). Hún heldur sinni kúrvu og þær voru rosalega ánægðar með hana. Svo fékk maður sprautu líka, en maður kippir sér nú lítið upp við það. Engar grenjuskjóður hér.
Ekkert að frétta af blóðprufum hjá Ými og nú bíður maður bara eftir góðum fréttum af Jonna.
Tuesday, January 27, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment