Jason labbaði aleinn heim í fyrsta skiptið í dag. Hann hefur oft labbað heim en alltaf með einhverjum og þá oftast Emil. Við erum að leggja lokahönd á skiptinguna. Bara eftir að fínpússa herb hans Jasonar og svo hengja upp myndir í báðum herb. Yngra barnið svaf eins og steinn í nýja herberginu, fór að sofa um tíu, vaknaði kl fjögur að drekka og sofnaði strax aftur og svaf til átta. Sá eldri var nú ekki alveg jafn duglegur, hann fór upp í rúm kl níu, kom fram á fimm mín fresti til að spurja hvort hann mætti ekki sofa hjá foreldrunum sem hann fékk á endanum en þá var kl að verða ellefu.
En af Ými. Hann fór til læknis í gær og það var tekið hjartalínurít sem kom út eins og hann væri í superþjálfun (sem hann er ekki). Hjartað slær s.s. of hægt. Hann fór í blóðprufu í morgun til að ath með kólesteról og sölt ofl. Vonandi kemur allt vel út úr því.
En SM er alltaf jafn hress og kát. Uppáhaldið hennar er stóri bróðir og brosir hún út í eitt þegar hún sér hann.
Tuesday, January 20, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Duglegur strákur
Jason er greinilega orðin "fullorðinn" labba heim sjálfur já eða hringja úr prófi til að reka á eftir fólki til að sækja sig ;o) þetta eru yndislega fallegir gullmolar knús til ykkar allra ;o*
hæ elskurnar æðislegar myndir af ykkur og ég hló ekkert smá að drengurinn skyldi hringja og reka á eftir ykkur ;o)
vonandi að ýmir sé að jafna sig hugur minn er hjá ykkur elskan
SMUS KNÚS OG KLEM
Kv Nanna
Post a Comment