Saturday, January 17, 2009

Sjúkrabíll enn einu sinni

Þetta er í 3 skipti sem sjúkrabíll kemur hingað í Tinnubergið. Fyrsta skiptið var þegar ég var að fara að eiga Jason, svo þegar Jason varð veikur og fékk krampa og það leið yfir hann og svo núna í dag.

Ég hringdi í sjúkrabíl fyrir Ými núna áðan, hann gat ekki staðið í fæturna fyrir doða í öllum líkamanum og fannst hann vera að missa úr slög, var alveg snjóhvítur í framan og var bara alveg að missa meðvitun. En sem betur fer var allt í lagi með hjartað, þeir komu og tóku hjartalínurit og mældu mettunina og púlsinn og allt þetta kom vel út. En hann er ekkert að lagast af doðanum og fær enn þá svona tilfinningu að hann sé að missa úr slag.

Ég hringdi í Böðvar til þess að passa Sunnu Maren ef við þurftum að fara upp á spítala og hann kom eins og skot, gott að hafa góðan bróðir í nágreninu. En sem betur fer þurftum við ekki að fara neitt, bara hvíla sig og ég á að fylgjast vel með honum og ef honum versnar þá hringja aftur.

Jason er hjá ömmu og afa. Hann var voða ánægður þegar hann vissi að afi mátti koma heim af spítalanum í dag. Jason var í lestraprófi í gær og ég keyrði hann niður eftir og fór svo heim að ná í Ými og Sunnu Maren. Þegar ég var að fara inn í bílinn aftur það sækja hann þá hringir síminn og þá er það Jason. Þá hafði hann laumast til að taka símann með sér í prófið og var að hringja til að reka á eftir okkur, hann væri sko löngu tilbúinn. En prófið gekk vel, að hans sögn.

No comments: