Wednesday, February 11, 2009

Búin hjá lækninum

Fórum í gær til Steingríms til að láta kíkja á SM. Honum leist svo vel á hana, væri svo brosmild og flott. Hún væri að vísu með mjög þurra húð og það kæmi seinna í ljós hvort þetta væri barnaexem eða ekki. Við eigum bara að halda áfram að gera eins og við erum búin að vera að gera. Það var svo gaman að fylgjast með Jasoni, hann var svo ánægður með systur sína, hjálpaði að klæða hana úr og sagði honum alveg hvað var að, lét líka fylgja með að HONUM hefði verið mjög illt í maganum í gær. Svo fékk Jason auðv tyggjó. Eigum að koma með hana aftur eftir ca 6 mán. Við erum svo heppin með lækna, bæði hann og heimilislæknirinn okkar eru svo frábærir.

Við fórum svo í toy r us og Jason keypti Svarthöfðabúning fyrir afmælispeningana. Var þá búinn að segja öllum frá því hvað hann átti marga peninga, Steingrími auðv og svo konuninni í afgreiðslunni og svo þurfti líka að ræða heilmikið um þetta við konuna í apótekinu. Hann sagði henni líka að hann ætti fullt af peningum sem bíða eftir honum í bankanum :-). En honum fannst nú líka svoldið vont að þurfa að láta alla peningana frá sér og ættlaði ekki að trúa því fyrst.

1 comment:

Anonymous said...

æ, elsku sæta frænka :) gaman að heyra hvað læknirinn var glaður með þig og æðislegt hvað stóri bróðir þinn er frábær!
eigið góða helgi í tinnuberginu - knús frá seyðis - eva frænka og co.