jæja þá er að fara að undirbúa afmælið hans Jasonar. Hann ætlar að halda upp á það á sunnudaginn og bjóða strákunum í bekknum sínum + Sigurði Bjarna og Vigúsi. Þetta verða í kringum 20 strákar og hann ætlar að hafa pizzur og helst risaeðluköku (hvernig mamman fer að því kemur í ljós síðar). En hann er alveg yfir sig spenntur, elskar afmæli og veislur, alveg sama hvort það er hans afmæli eða ekki. Á þriðjudagskvöldið tók Ýmir sig til og málaði stofuna, eða það sem var hægt án þess að rústa henni alveg og á morgun hlýtur hann að klára hana. En þvílíkur munur, reyndar kom Böddi aðeins í gær og tók ekkert eftir því :-)
En Böddi bauð Jasoni að sofa hjá sér á föstud kvöld ef hann þarf ekki að vinna á laugard. Vonandi þarf hann það ekki því Jason var svo ánægður.
SM er bara hress og kát. Það er svo kalt núna þessa vikuna að hún er ekkert búin að fara út í vagninn sinn síðan á mánud. Það er búið að vera um mínus 10 stig, allt af kalt fyrir litla skvísu.
Ég fór í blóðprufu í morgun, er að taka þátt í rannsókn í samb við skjaldkirtilskrabbamein, þær voru svo almennilegar sem tóku á móti mér, þökkuðu mér tvisvar ef ekki þrisvar fyrir og svo fékk ég bol og handklæði fyrir :-).
Thursday, February 5, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment