Saturday, February 14, 2009

Sund í fyrsta sinn

Þá er snúllan mín búin að fara í sína fyrstu sundferð.
Við fórum í Ásvallalaug í dag með börnin okkar. Það gekk svona líka ljómandi vel. Henni fannst mjög gaman, í sundinu, buslaði og buslaði og drakk vel af sundlaugarvatni, það var ekki eins gaman í klefanum :-0. En við eigum sko eftir að fara þangað aftur, frábær laug.
Nú bíðum við bara eftir að BP komi og sæki Jason en hann ætlar að sofa hjá BP í kvöld.
Svo segist Böðvar ætla passa fyrir okkur eitt og eitt þriðjudagskvöld :-)

No comments: