Friday, March 27, 2009

Litla veika 7 mán skvísan

 

Sunna Maren er búin að vera kvefuð síðan á laugardaginn með hósta (ekki mikinn samt) og hás og mikið nefrennsli. En alltaf hitalaus. Svo í gær fór hún að hósta meira og kúast í leiðinni (lík mömmu sinni) og í gærkvöldi þegar Ýmir kom heim þá hóstaði hún það mikið að hún ældi yfir hann allann og eins í morgun (ótrúlegt hvað mamman sleppur alltaf :-). Við fengum tíma fyrir hana í morgun og hún er með berkjubólgur og fékk púst. Tvö púst kvölds og morgna í viku og sjá hvort hún lagast ekki. En hún er eins og Jason, þau eru bæði frekar hress þegar þau vekjast, sem betur fer. Hún leikur sér, borðar og drekkur, brosir og hlær út í eitt og babblar endalaust, bæði í dag og í gær.
Posted by Picasa

No comments: