Thursday, April 30, 2009

Gærdagurinn

Ég fór í klippingu í gær til Ásu. Við vorum búnar að plana daginn þannig að Sunna Maren yriði steinsofandi þegar ég væri í klippinguni og það gekk eftir, hún hefur sjaldan sofið eins vel og lengi.
Þegar ég var búin í klippingunni þá fórum við til afa. Þar gaf hún cheeríos í fyrsta skiptið. Ég skrapp aðeins frá og afi var með hana í fanginu og hún að borða cheeríos og þegar ég kem aftur þá er hún að setja cheeríos upp í munninn á afa eins og hún hafi aldrei gert annað.
Þannig margt búið að ske meðan við erum á Seyðisfirði.
Byrjaði að dansa á fullu, bæði sitjandi og á maganum, ótrúlega krúttlegt, treður mat upp í aðra, klípur og klórar mann og ath svo hvort maður meiðir sig ekki örugglega og ef maður meiðir sig þá brosir hún út af eyrum, litli fannturinn, en hún skal nú ekki hreyfa sig mikið úr stað

No comments: