Saturday, April 4, 2009

Litla músin komin með hita :-(

Sunna Maren er komin með hita. Hún er núna búin að vera hóstandi í 2 vikur, fékk púst fyrir viku og svo í gær fékk hún hita. En hún er nú samt bara nokkuð hress fyrir utan að henni fynnst stundum vont að hósta. Við fórum til læknisins í gær en hann gat ekki fundið neitt að henni, ekkert í eyrum, hálsi, lungum eða tönnum þannig að hann var nú ekki allt of ánægður með hana, hún átti sko ekki að fá hita núna.
En hún er farin að segja mamma :-) og stundum baba.

Mamma beit litlu stelpuna sína óvart:-(. Og hún fór að hágráta og sagði allan tímann mamma mamma mamma, ekki leið mömmunni nú betur við að heyra það.

No comments: