Saturday, April 18, 2009

Litli pirruhausinn

Sunna Maren er búin að vera svo pirruð bæði í dag og í gær. Held að það sé út af tönnunum. Þessa dagana finnst henni skemmtilegast að fá að rífa í eitthv, sérstaklega hárið á pabba sínum. Við löbbuðum aftur í skóla í gær með Jasoni en fórum ekki í alveg jafnlangan göngutúr og á fimmtudaginn. Við löbbuðum 5,5 km og hún sofnað á leiðinni en vaknaði þegar við komum heim. Við vorum bara tvær í kotinu í gær, Jason var hjá afa sínum og Ýmir var að skemmta sér með Álfaborgarliðinu.
Jason svaf hjá afa Jonna og kom heim núna í hádeginu og er farinn út aftur að leika við strákana.
Hún fékk aftur lambakjöt í hádegismat, ég prófaði að hakka það handa henni með sætum kartöflum en það var ekki gott, hún vill bara á lambabita upp í sig og tyggja.

1 comment:

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.