Sunday, April 12, 2009

Nammi í nef

 

Jason Ýmir fékk að vera einn heima í fyrsta skiptið á miðvikudaginn á meðan ég sótti Ými í vinnuna. Hann var voða spenntur og ætlaði bara að vera að horfa á, ekkert vesen. Þegar ég var komin hálfa leið að sækja Ými þá hringir hann, alveg hágrátandi, ég skildi ekkert hvað hann var að segja og hélt að hann væri stórslasaður. Ég keyrði út í kant og náði aðeins að róa hann niður svo að hann gæti sagt mér hvað væri að. Mamma það er nammi fast í nefinu, þá hafði hann troðið nammi upp í nefið á sér og þar sat það fast og hann var skíthræddur um að það færi eitthv og hann væri bara að deyja. Ég talaði við hann á leiðinni að ná í Ými og Ýmir alla leiðina heim og reyndi að róa hann niður. Þegar við komum heim þá létum við hann snýta sér en ekkert gerðist í fyrstu en svo kom það að lokum en greyjið litli drengurinn minn, hef aldrei séð hann svona hræddann.
Posted by Picasa

No comments: