Jæja þá er "maður" orðin 9 mán. Ótrúlegt hvað þetta líður fljótt og sumarið á eftir að fljúga áfram. En hún er nú ekkert farin að skríða litla skvísan mín, hún liggur bara á maganum og baðar út öllum öngum og skilur ekkert í því að hún komist ekkert áfram (skír eins og mamma sín :-). Er engan veginn að fatta það að hún þurfti að lyfta rassinum upp. En hún fer alveg aftur á bak og í hringi og svo er hún búin að fatta það og það virkar að baða út öllum öngum þegar hún situr, þá "hossast" hún smá áfram á rassinum.
En hún er alveg rosalega góð og stillt. Sefur mjög vel í vagninum. Við setjum hann bara í vagnin og hún sofnar, þarf ekkert að rugga henni. Svo getur hún dundað sér heillengi í "horninu" sínu. Lík bróður sínum að því leytinu. Svo dansar hún alltaf þegar hún heyrir tónlist, æðislega sætt. Hún kann að vera týnd með fötum en ekki að setja hendurnar sínar fyrir andlitið og alveg að fara að klappa, kemur annaðslagið.
Hún talar heil helling en engin skilur neitt sem hún segir og annaðslagið segir hún mamma og babba og þá hoppa allir til, ferlega ánægðir með "undra" barnið sitt.
Hún er síbrosandi en hún er ferlegur fantur. Finnst fátt skemmtilegra en að rífa í hárið á pabba sínum og klóra hann og klípa og pota í augun á honum.
Þegar hún vaknar (kl 6 og stundum 5:39 btw) þá nær Ýmir í hana og ég gef henni liggjandi í rúminu. Þegar hún er búin að borða þá snýr hún sér við og potar í augun á Ými og klórar aðeins og klípur, þetta fynnst þeim æðislega gaman:-).
Svo fer Ýmir með hana fram í eldhús (alla leið:-) og gefur henni graut og lýsi. Svo vekur hann Jason og gefur honum, á meðan fæ ég að kúra, bara yndislegur.
Jason fer svo í skólann kl 8:20 og svo keyrum við Ými í vinnuna.
En Sunna Maren er farin að borða svína-,lamba-,nautakjöt, kjúkling, gular baunir, brokkolí (uppáhald) flest alla ávexti nema banana. Ég mauka ekki kjötið fyrir hana, hún borðar bara litla bita en hún vill ekki kartöflur eða gulrætur :-(.
Það eru komnar 4 tennur og stutt í þá fimmtu. Komu eiginlega allar í einu.
En núna eru 6 dagar þanngað til við leggjum af stað austur. Jason er svo spenntur og vill fara að pakka niður strax.
Friday, May 29, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment