Jæja þá erum við mæðgur komnar aftur heim. Við komum í gærmorgun. Jonni og Ýmir sóttu okkur á Jonna bíl því að bíllinn okkar er víst enn bilaður en við fáum hann víst aftur á eftir. Flugið var bara mjög gott (þurfti eiginlega ekkert að telja :-). SM svaf ekkert í vélinni en var rosalega góð, var bara að dunda sér í fanginum mínu.
Svo brosti hún út af eyrum þegar hún sá pabba sinn og afa.
Við gerðum nú lítið í gær, vorum bara heima að dunda okkur þangað til Jason kom heim. Hann kom heim með Sigurði Bjarna. Ég fékk nú ekki mikið knús frá honum fyrst, ekki fyrr en ég kvartaði, þá sagði hann við Sigurð Bjarna: farðu bara inni herbergi og LOKAÐU, ég kem svo (það mátti enginn sjá að hann væri eitthv að knúsa mömmu sína :-).
En núna vorum við að koma heim úr búðinni. Við löbbuðum í Fjarðarkaup, eða ég labbaði, Sunna Maren í kerrunni og Jason á hlaupahjólinu sínu.
Thursday, May 7, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment