Friday, May 15, 2009

Komin tími á nýja færslu

Sunna Maren fór í skoðun á mánudaginn. Það gekk auðv ljómadi vel og ljósm leyst mjög vel á hana enda var hún brosandi út í eitt eins og alltaf. Nema þegar hún fékk sprautuna. Hún grét reyndar ekkert þegar hún var stungin en það er víst mjög sárt þegar efninu er sprautað inn og þá kom smá væl.
En hún er orðin 8290 g og 70,2 cm. Þegar Jason var 8 mán þá var hann 7640 g og 69,7 cm.
Sunna Maren er búin að sofa rosalega vel úti síðustu daga í rokinu. Það er svo mikið rok að vagnin ruggast og þá er nú gott að sofa.
Hún fór svo í pössun í fyrsta skiptið til Jonna og Allýjar á mánudaginn meðan við Ýmir horfðum á FH tapa fyrir Kef :-(. Það gekk bara ágætlega nema þegar kef komst yfir þá byrjaði FH stelpan auðv að gráta.
Nú eru tennurnar alveg að koma (áttu að vera löngu komnar :-). Maður sér tvær tennur (göt) niðri og það sést aðeins uppi í tennur.

Jason er ekki búinn að missa fleiri tennur en fór til tannlæknis á laugardaginn og var ekkert smá duglegur. Hann fór aleinn inn. Það þurfti að gera við eina tönn og þess vegna þurfti hann að fá sprautu til að "svæfa" vörina. En rosalega duglegur drengurinn en var frekar þreyttur eftir þetta allt saman (þurfti að bíða í eina 2-3 tíma).

Sunna Maren fór á sinn annan FH leik í gær og sá þá vinna Fram 2-1 í rokinu.
Förum í kvöld til Jonna og Allýjar að horfa á Idolið og svo eurovision á morgun. Svo á Ýmir afmæli á þriðjudaginn.

No comments: