Wednesday, June 24, 2009

10 mán. skoðun

Jæja þá er 10 mán skoðinin búin. Engin sprauta en smá þroskamat ásamt viktun og mælingu. Henni gekk vel í þroskamatinu en hún hefur lést um 30g :-(. Eins og hún borðar mikið :-0. Þannig að nú á hún að fá fisk í hádegismat og lamb í kvöldmat og drekka meira af mjólk. En hún hefur lengst um 3 cm og höfuð ummál um 1 cm
Þyngd: 8260g
Hæð: 73 cm
höfuð: 45,5 cm
Hún er s.s. komin niðurfyrir meðalkúrfuna. En svo kíkti læknirinn líka á hana og leist vel á stúlkuna "frískleg og heilbrigð stúlka".
En hún er 8.6 kg á viktinni hennar ömmu Bubbu :-).

No comments: