Amma Bubba er mikið búin að kvarta yfir hárinu á Sunnu Maren. Það var varla hægt að fara með hana í ungbarnaskoðun svona illa útlítandi :-). Þannig að mamman tók sig til og gerði heiðarlega tilraun til þess að laga hárið á barninu svo að amma gæti nú farið út með hana án þess að skammast sín :-). Það gekk nú bara ágætlega að klippa hliðarnar en toppurinn varð ekkert sérstakur, maður er svo forvitin og alltaf að horfa upp og ath hvað væri eiginlega að ske. En amma Bubba er nú bara búin að koma einu sinni með athugasemd í sb við hárið á henni og er oft búin að fara með hana út án þess að skammast sín :-).
En núna er drengurinn minn að ganga út á Skálanes
http://www.skalanes.com/Site/Velkominn.html Það var svo æðislegt veður þegar við vöknuðum í morgun en um kl 8 fór ansans þokan að skríða inn fjörðinn :-(. En í gær var alveg dýrlegt veður og litla daman bara orðin nokkuð útitekin.
Við erum að fara norður á Akureyri á eftir að heimsækja afa. Kannski fær hann að koma heim í dag, ef ekki þá ætlum við að fara með tjaldvagnin hennar Kollu með okkur og gista um helgina.
En annars allir hressir og kátir. Sunna Maren var bara nokkuð góð í nótt miðað við síðustu nætur.
No comments:
Post a Comment