Monday, August 17, 2009

Sunna Maren hjá Bíbí

 

Sunna Maren var í aðlögun hjá Bíbí í fyrsta skiptið í dag. Við fórum um 9 og komum ekki heim fyrr en 11:30 og þá var hún ekkert búin að sofa. Hún stóð sig frábærlega, skreið út um allt og lék sér. En það var svolidið fyndið þegar við komum með hana þá var það fyrsta sem Bíbí sagði að þetta væri bara eins og að fara 30 ár aftur í tímann, hún væri sko alveg eins og pabbi sinn (Bíbí passaði líka Ýmir þegar hann var lítill).
Á morgun þá skiljum við hana eftir í svona 40 mín og sjáum hvað gerist svo en ég hef allavegna litlar áhyggjur af henni þarna, líst alveg rosalega vel á þetta :-).
Þetta er neðrihæð í eldrahúsi í vesturbænum og það er nóg pláss fyrir þau og það eina sem við þurfum að koma með eru auka föt. Þau fá ekta heimilismat að borða og hún er bara alveg eins og amma þeirra (enda kalla þau hana ömmu :-).
Alla vegna það fóru öll fiðrildin í maganum á mömmunni fljótt og koma alveg örugglega ekki aftur :-)
Posted by Picasa

1 comment:

Amma Bubba said...

Það er nú gott að þú er laus við þessi fiðrildi. Hún á örugglega eftir að kunna vel við sig, ég veit nú ekki alveg hvernig mér líst á ömmutitilinn!!