
Desember leið alveg rosalega hratt. Mikið um veikindi hjá öllum og stressi auðvitað :-) það virðist alltaf fylgja des. En í stuttu þá hélt Jason upp á afmælið sitt í Smáralindinni og var bara nokkuð ánægður. Mamma og Daníel komu og voru í viku.
Við vorum á aðfangadagskvöld hjá Jonna og Allý. Það var alveg æðislegt. Börnin æðisleg, maturinn frábær, það var auðv aspassúpa ala amma í forrétt, og svo yndislega mjúk og góð nautalund. Það var reyndar lítill drengur sem var að deyja úr spenningi allan daginn en stóð sig vel og var mjög ánægður með allt sem hann fékk. Hann fékk m.a. vettlinga frá Hörpu, hljómborð frá afa og ömmu, Dinosaur King frá okkur, Bakugan belti frá afa Úlla, Bakugan "byssu" frá SM, æðislega húfu frá Írisi og fj, bol frá Botnahlíð 11, dvd frá BP, bók frá Daníel, bækur og risaeðlubílabraut frá okkur, risaeðlu og fl frá afa Pétri og örugglega fleira sem ég er að gleyma.
Litla stúlkan var algjör draumur, hún var bara að dúlla sér með kerruna sem afi Pétur gaf henni og dúkkuna sem afi og amma gaf henni. Hún dundaði sér allt kvöldið með þetta, ásamt pottunum og því sem afi Úlli gaf. Við fórum ekki heim fyrr en um 23 og þá var hún alveg búin á því og steinsofnaði þegar við komum heim. En við héldum áfram að opna pakkana hér heima.
Alveg yndislegt kvöld en toppurinn fyrir mig var samt hálsmenið sem Ýmir gaf mér, hef sjaldan hlegið eins mikið :-).
Við fórum út í göngutúr í dag niður að tjörn. Það var það mikill snjór að við gátum ekki farið með vagninn þannig að ég dró þau á sleðanum hans Jasonar. Það var æðislega gaman á leiðinni niður að tjörn en heimleiðin var ekki eins skemmtileg, allir orðnir frekar þreyttir.
No comments:
Post a Comment