Thursday, May 24, 2007

Seyðisfjörður

Við Jason skruppum til Seyðisfjarðar í viku. Keyrðum austur á þriðjud og aftur suður á þriðjud (22 maí). Ég kláraði loksins ritgerðina (og skólann) og ég held að öllum á heimilinu hafi létt. Vörnin gekk bara ágætlega og ég er bara nokkuð sátt við einkunina miðað við allt sem gekk á. Að var æði að komast aðeins heim og slappa af. Fá fisk og graut hjá afa, og auðvitað kjötsúpuna :-). Um helgina er stefnan að skipta enn einusinni um herbergi (ótrúlegt að Ýmir sé enn með mér), hitta stelpurnar, Dí er að koma um helgina og við ætlum að hittast í nýja húsinu hennar Söndu.

No comments: