Jólin voru haldin á Seyðisfirði þetta árið. Við flugum austur á afmælisdeginum hans Jasonar. Flugið gekk mjög vel, ég sat með SM í fanginu í aftasta sætinu og fyrir framan mig voru JÝJ og JÝJ. Skvísan mín svaf bara alla leiðina, rosa góð. Kolla kom að sækja okkur og gekk bara vel að koma öllu fyrir í bílnum, enda á Volvo.
Þegar við komum í Botnahlíðina beið amma Bubba með köku handa drengnum og pakka. Afi, Daníel og Bjössi komu svo í köku. Jason var rosalega ánægður með afmælið.
Á Þorláksmessukvöldi var jólatréð skreytt og sá Jason alfarið um það. Hann gerðið það rosalega vel og hver veit nema hann fái að skreyta jólatréð hér heima næst (ég er nefnileg eins og Monica í vinum hvað þetta varðar en þá geri ég bara eins og hún, sný því bara við).
Svo kom aðfangadagur og drengurinn minn var að deyja úr spenningi og greyjið þurfti að bíða og bíða og bíða því að innbakaða nautið (sem var sssvvvooo gott) var aðeins lengur í ofninum en reiknað var með. En allt kom þetta nú að lokum og drengurinn í skýjunum og við reyndar öll, fyrir utan það að litla skvísan mín veiktist, fékk hita og ælupest. Hún ældi yfir nýja flotta jólakjólinn sinn og jakkafötin hans Ýmis (held reyndar að hann hafi bara verið nokkuð sáttur við að vera í náttfötunum).
Við skírðum svo liltlu skvísuna okkar í Seyðisfjarðarkirkju 28. des. Hún fékk nafnið Sunna Maren og afi Úlli hélt á henni. Mamma, Kolla og Hulda systir Ýmis voru skírnarvottar. En það skemmtilegasta var það að Cecil (presturinn) leyfði Jasoni að vera með sér í að "skvetta" vatninu yfir höfuðið á Sunnu Maren.
Áramótin voru svo haldin hjá Kollu og það var auðvitað kalkún. Ég og Ýmir og Jason fórum á brennu á meðan Sunna Maren svaf hjá Kollu. Eftir það var svo haldið heim í Botnahlíðina og skotið upp flugeldum og klukkan tólf var haldið upp í fjall og horft á dýrðina.
Friday, January 16, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment