Sunday, January 18, 2009

Hann er svo yndislegur drengurinn okkar


Núna í kvöld þá var Jason kominn upp í rúm en ekki sofnaður, pabbi hans fer inn til hans og segir honum að nú verði hann að fara að sofa, klukkan væri orðin allt of margt. Þá segir drengurinn: "pabbi ég er búinn að missa sofnulistina"

Annað sem hann hefur sagt:
hann er alltaf á nakinum - alltaf nakinn
einn í en - einn en
er að meina um það - er að meina það

No comments: