Þá beit SM í fyrsta skiptið í tærnar sínar. Sat með okkur við eldhúsborðið meðan við borðuðum kvöldmat.
Hún er líka komin í stærra rúm. Við seldum vögguna og vorum svo heppin að fá rúm í IKEA sem var aðeins rispað en á 40% afslætti þannig að við komum út í smá gróða. Mér bara brá þegar við komum heim frá Seyðó og ég setti hana í vögguna. Hún hafði eiginlega ekkert pláss fyrir hendurnar og var næstum orðin jafn löng og vaggan, næstum :-). Nú hefur hún sko nóg pláss og rosa kát og glöð.
En hún er nú algjört draumabarn. Sefur allar nætur og hefur gert það síðan hún var eins og hálfsmánaða (með nokkrum undartekningum. Hún brosir út í eitt og er svo róleg og góð. Næsta skoðun er 27.jan og það verður gaman að sjá hvað hún hefur stækkað.
Sunday, January 18, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment