Sunna Maren náði að teygja sig eftir hringluna í fyrsta skipti í dag þegar hún lá á maganum. Orðin rosa dugleg :-).
En við hjónaleysin erum flutt í stofuna. Við erum sennilega búin að selja rúmið (á Blönduós) og þá er bara næst á dagskrá að finna góðan svefnsófa. En svo er líka eftir að klára herbergið hans Jasonar, ég bara kem mér ekki í það :-(. Það er svo mikið að smádrasli sem ég veit ekki hvað ég á að gera en hann er svo spenntur greyjið því að þegar það er búið þá fær hann loksins að halda upp á afmælið sitt.
Eftir helgi er 5 mán skoðun hjá SM (27 jan), viðtal við umsj kennara hjá JÝJ (28. jan) og fyrsta skoðunin hjá Jonna þannig að þá verður nóg af fréttum og vonandi allar góðar :-).
Friday, January 23, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment