Í gær var stelpuhittingur hjá okkur, Stína, Sandra, Hildur, Ída og Sallý komu að kíkja á litlu skvísuna.
Hún fékk alveg fullt af flottum gjöfum, (þetta var bara eins og afmæli) m.s. samfellur, sokkabuxur, æðislega skó, bangsaspiladós, ullar samfellu og buxur og annan Daða dreka, s.s. alveg helling og svo kom Sandra Björg með fullan ruslapoka af fötum af Evu þannig að við erum alveg í skýjunum. Jason fékk líka gjöf frá Ídu og var ekkert smá ánægður. Hann fékk sjóræningja límmiða og þrauta bók.
En þetta var æðislega gaman, takk kærlega fyrir okkur.
12.11.2008 | 11:52
| Engin athugasemd
Jæja það er amma Bubba búin að vera hjá okkur, okkur fannst þetta nú frekar stutt stopp en allt er betra en ekkert. Henni fannst nú skvísan okkar búin að breytast ansi mikið og ekki vera mikið unga,ungabarn lengur (var nú reyndar búin að segja henni það en hún bara hló). En henni leist alveg rosalega vel á hana.
En annars er bara allt eins hér á þessum bæ, ekki mikið um tilbreytingar. En það er tvennt sem fær mig til að brosa alveg út af eyrum þessa dagana og annað er þegar Sunna Maren brosir út af eyrum þegar hún sér mann og hitt er þegar ég fer að sækja drenginn minn í skólann, að sjá hann koma gangandi út úr skólanum með töskuna á bakinu, (stundum þarf hann reyndar að snúa við þegar hann fattar það að hann hafi gleymt töskunni Smile) er bara yndislegt.
En hún er búin að fá fullt af gjöfum, mamman er að reyna að rifja allt upp sem hún er búin að fá
hún fékk frá ömmu Bubbu kerru, frá afa Úlla bílstól, frá afa Pétri, ömmu Allý, afa Jonna, Kollu, Hildi, geislagellunum (Thelmu, Nönnu, Erlu og Hörpu), röntgendeildinni, Guðlaugu, Stínu og Sollu (prjónuð, að sjálfsögðu :-) föt. Sandra María gaf henni dót og okkur mynd. Geislagellurnar gáfu svo mér nudd og maska sem ég er búin að fara í og það var ssssvvvvvvvooooooo æðislegt Laughing.
Takk fyrir okkur Kiss.
10.11.2008 | 15:51
| Engin athugasemd
Allt gengur bara ljómandi vel, nema rútínan er allavegna þessa vikuna breytt. Nú vaknar hún um 7:30 og drekkur, svo keyrum við pabbann í vinnuna rétt fyrir 9 og þá er hún sofnuð þegar við komum heim og vaknar ekki fyrr en um 12. Svo hefur hún verðið að fara aftur að sofa svona um 3 leitið. En sefur alltaf jafn vel á nóttunni. Hún er farin að babbla alveg heilmikið, sérstaklega finnst henni gaman að tala við sængurverið okkar sem er svart og hvítt á litið (alveg með það á hreinu hvað eru bestu litirnir Smile) hún babblar alveg helling við það og hlær og rífst. Henni finnst líka gaman að vera í rólunni sinni með Daða dreka og reyna að ná í hann, hún einbeitir sér ekkert smá og þá heyrist svona rum hljóð uhuhuhuhu, æðislegt að sjá þetta.
Amma Bubba kemur núna um helgina og við hlökkum mikið til að fá hana og sýna henni hvað hún er orðin dugleg litla skvísan okkar.
Bless bless
5.11.2008 | 17:38
| Alls eru 2 athugasemdir
1. 5.11.2008 20:08:37 skráði
o hvað amma hlakkar til
2. 10.11.2008 12:09:43 skráði Helga Dögg
Gaman að fylgjast með þér sæta prinsessa :)
Hæ hæ
Þá er litla skvísan komin líka með heimasíðu. Ekki veitir af því að ritarinn er alveg skrifóður, alltaf að koma með nýjar og nýjar færslur Embarassed.
En hún er nú algjört drauma barn þessi stelpa. Rútínan hennar er þannig að hún vaknar milli 6 og 8, fær þá að drekka. Svo er hún að mestu vakandi og drekkandi til c.a. 12 (tekur nokkrar kríur inná milli). Milli 12 og 13 fer hún í vagninn og sefur í 5 tíma og yfirleitt endum við á því að þurfa að vekja hana. Þá drekkur hún og vakir til miðnættis með kríum inn á milli.
En mamman á heimilinu er nú líka búin að hafa það gott þennan tíma. Amma Bubba kom til okkar rétt áður en skvísan fæddist og var hjá okkur í meira en mánuð. Ekkert smá gott að hafa hana. Þetta var bara eins og maður væri í mánaðar sængurlegu, hún tók meira að segja næturvaktir líka Laughing. Þau Jason voru oft að dúllast eitthv. Þau fóru í göngutúra, hjólreiðartúra, berjamó og að gefa öndunum. Þá fórum við þrjú í þónokkuð marga og eftirminnilega bíltúra áður en skvísan fæddist.
Þegar amman fór heim Cry þá tók pabbinn við og er að ljúka sínu fríi í dagCry. Þá verðum við mæðgur bara tvær og höfum það notalegt. Það er búið að vera æðislegt hjá okkur, mikil afslöppun og notalegheit. Reyndar breyttum um herbergi, Jason er kominn í litla herbergið og við þrjú í stóra. Svo breyttum við aðeins stofunni svo að hún ætti sitt pláss þar, þar sem hún á ekkert herbergi.
Amma Allý og afi Jonni komu í dag að kíkja á skvísuna. Þau voru nú bara nokkuð hress og auðvitað ánægð með stúlkuna, sem er btw fallegust í heimi Smile.
En nóg í bili
31.10.2008 | 16:08
| Einn hefur sett athugasemd
1. 31.10.2008 16:58:07 skráði
auðvita verður hún að hafa eigin síðu Knús og kossar Amma Bubba
Friday, January 23, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment