Saturday, February 14, 2009

Böðvar barnapía

jæja þá er barnapían löngu farin (það nefnilega komið hádegi:-). En þetta gekk bara nokkuð vel, þau sluppu allavegna bæði ómeidd frá þessu þó að ýmislegt hafi komið upp á sem reyndar bara Böddi gæti gert :-). Ég hringdi í leikhlé og þá var nú bara allt í lagi, reyndar búin að gráta eitthv en ekkert sem hann réði ekki við. En hann náði að læsa aftur baðhurðinni (þegar hann var að passa köttinn fyrir okkur fyrir jólin þá læsti hann sig inni á baði og leysti það mál með því að öskra og arga þanngað til að maðurinn á efri hæðinni kom og bjargaði honum, maðurinn sagði reyndar að hann hefði verið búinn að heyra í honum í smá tíma en hann hélt bara að Ýmir væri að horfa á fótbolta :-) en í þetta skiptið var hann kominn út af baðinu, s.s náði að læsa því þannig að það komst engin inn á bað á klósettið.

En akkúrat þegar leikritið var búið þá fengum við sms frá BP. Hvort leikritið væri ekki að verða búið, hún væri að vera vitlaus. Þannig að ég hringdi í hann og sagði honum að við værum að koma og sagði honum að láta Jason tala við hana. Þegar við komum heim heyrðist ekki bofs í neinum en þegar hún sá okkur þá fór hún að gráta þannig að ég tók hana og þá fann ég þessa líka fínu lykt af stúlkunni. Þá var hún búin að kúka. Ég spurði BP hvort hann hafði ekki fundið lyktina (hún hafði nú sennilega verið að gráta út af því) jú jú hann hafði nú svosem fundið lykt en hann hélt bara að hún væri af honum :-) alveg einstakur...

En æðislegt að hafa hann og hann stóð sig frábærlega, maður sem aldrei hefur passað lítið barn áður, hvað þá skipt á barni. Við erum allavegna mjög ánægð með hann.

1 comment:

Anonymous said...

Böddi ótrúlegi