




Jæja þá erum við loksins búin að fá "nýja herbergið" okkar. Fengum svefnsófann á föstudaginn og erum flutt í stofuna :-). Set inn myndir af herb seinna. En þetta er bara frábært, flottur sófi og gott að sofa í honum, fyrir utan það að það er ekkert mál að breyta honum í rúm. En þvílíkt vesen að koma honum inn í stofu, Böddi bró var alveg búinn á því :-) en það hafðist sem betur fer.
Í gær var þorrablót hjá Jonna og Allý, var verið að halda upp á góðu fréttirnar. Hildur og fj komu en þetta verður örugglega síðasta skiptið, í bili, sem við borðum með þeim því þau eru að flytja til Noregs, já Noregs. Bara frábært hjá þeim, sáum myndir á netinu í gær af bænum og þetta leit allt rosalega vel út, eins og norskur Seyðisfjörður, ekki slæmt það.
Jason gisti hjá ömmu sinni og afa bæði föstudags- og laugardagskvöld. Honum finnst það nú ekki slæmt, ég var í inn HANS herbergi að gefa Sunnu Maren og hann situr við hliðina á mér og setur fæturna upp í stólinn minn og segir: mamma ég má ráða ÖLLU hjá afa og ömmu. Ég sprakk úr hlátri, hann lagði svo mikla áherslu á ÖLLU, vildi bara hafa það á hreinu að hér réði hann sko öllu, hvenær hann færi að sofa, hvenær hann borðaði, má alltaf horfa og fara í tölvuna... ÖLLU.
Nokkrar myndir úr þorrablótinu...
1 comment:
your blog is very nice......
Post a Comment