Tuesday, February 17, 2009

Farin að sitja

jæja nú er hún farin að sitja ein, en er með púða fyrir aftan sig. Sat heillengi og lék sér í dag, datt reyndar nokkru sinnum aftur fyrir sig en þetta er allt að koma.

En Jason kláraði samninginn sinn í gær og valdi að fara í keilu. Þannig að þeir feðgar og Böðvar fóru saman í keilu í dag. Það gekk bara vel, nema hann átti nokkur ÖMURLEG skot (samkv honum :-). En vann þá samt einu sinni og lenti í öðru sæti í seinna skiptið, en það þarf náttúrulega allt að vera FULLKOMIÐ.
Næsti samningur er að fara í sund og er hann langt kominn með þann samning.

Nóttin var aðeins skárri, vaknaði samt 3 sinnum og svaf lítið sem ekkert í dag og er búin að vera óvenju pirruð og ælt frekar mikið, held að hún sé að fara að fá tennur.
Í gær fékk hún að prófa vatn í stútkönnu og fannst það bara gott.

No comments: