Thursday, February 19, 2009

Sunna Maren sat í vagninum alla leið niður í bæ og aftur heim

Í gærmorgun, þegar við vorum búnar að keyra Ými í vinnuna, fórum við í heimsókn til Oksönu og Emiliönu. Gaman að fylgjast með þeim Sunnu Maren en það er 1 og 1/2 mán á milli þeirra. Emiliana er farin að skríða og minni skvísu fannst það nú svoldið merkilegt. Svo var köttur á heimilinu sem var líka nokkuð merkilegur og ekki síður hundurinn. Við vorum hjá þeim í ca 2 tíma. Sunna Maren sofnaði á leiðinni heim en vaknaði nú fljótlega aftur. Pabbi kom aðeins í heimsókn að kíkja á litlu skvísu. Sunna Maren fór svo út í vagn um þrjú og vaknaði ekki fyrr en við fórum að sækja Ými.

Nóttin var ljómandi góð, rumskaði aðeins um eitt leytið og svo aftur um þrjú, fékk svo að drekka hálf sjö og vaknaði alveg rétt yfir átta.

Jonni sótti Jason í skólann í dag, hann hringdi í hann í gær og bað hann um að sækja sig og Ýmir fer í boltann í kvöld þannig að við erum enn og aftur einar í kotinu. Núna á eftir ætlum við að fara á pósthúsið með smá pakka handa afa Úlla en hann á afmæli á sunnudaginn. Þetta sé í fyrsta skiptið í mörg ár sem ég fer ekki austur í afmælið :-(. Held bara að ég hafi farið á hverju ári síðan Jason fæddist.

Jæja þá erum við komnar heim. Við löbbuðum niður í fjörð með pakkann til afa. Sunna Maren sat allan tímann í vagninum og fylgdist spennt með öllu í kringum sig. Hún vaknaði um leið og ég fór af stað, þannig að ég leyfði henni að sitja og skoða sig um. Við ætluðum að koma við hjá Hönnu frænku. Ég mundi nú ekki hvað gatan hennar heitir en er með ágætis sjónmynni þannig að við rötuðum alveg. Hanna var því miður ekki heima en ég á aldrei eftir að gleyma nafninu á götunni aftur því hún býr á Sunnugötu :-)

No comments: