Hann elsku afi minn á afmæli í dag. Til hamingju með daginn.
Alveg ótrúlegur kall, hann afi og ég vildi að ég væri heima á Seyðis með honum núna. Heyrði í honum í hádeginu og hann var bara nokkuð hress, var að elda saltkjöt og baunir og búinn að bjóða þeim á Túngötunni og mömmu í mat.
En við sendum honum smá pakka í tilefni dagsins og m.a. mynd af Sunnu Maren þar sem hún var að smakka eitthv annað en brjóstamjólk í fyrsta skipti. Þannig að afi var loksins fyrstur til að frétta eitthv. :-)
Hún snúllan mín er s.s farin að fá smá graut. Fékk 1 tsk fyrst og fannst það nú bara ágætt og henni finnst grauturinn ágætur en í gær fékk hún að smakka gulrótarmauk og það var nú ekki gott og hvað þá bananinn sem hún fékk núna áðan. Hún svoleiðis hryllti sig, og svipurinn... nei þetta var sko alls ekki gott enda fór bananinn rakleiðis út úr munninum aftur og hún var nú ekkert að opna munninn neitt aftur. En hver veit, kannski seinna.
Í gær fórum við í bollukaffi til Thelmu og Nönnu. Ekkert smá flott hjá þeim, það voru bollur auðv, marensterta, ostar, snúðar, kökur og ég er örugglega að gleyma einhv nammi namm. SM var nú bara nokkuð spræk svona fyrst en svo þegar mamman var búin að fá sér á diskinn sinn þá var þetta nú ekki eins skemmtilegt, allir að borða nema litla snúllan og þá vælir maður bara enda var maður líka orðinn frekar þreyttur. Þannig að ég skoflaði þessu í mig og rauk út því hver vill hlusta á grenjandi barn :-) en ég held nú samt að við fáum að koma aftur í heimsókn, þetta var nú ekki svo slæmt. En auðv. fórum við ekki tómhentar út (fer það aldrei frá Thelmu :-) við fengum kökur með okkur heim til að gefa strákunum mínum.
Í kvöld erum við Jason að fara í saltkjöt og baunir dúdall (eins og hann sagði þegar hann var lítill) til Jonna og Allýjar. Svo koma vonandi Hildur, Stefán og Harpa í heimsókn í vikunni til að kveðja því þau eru að flytja út núna 28.
Tuesday, February 24, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment