Friday, March 6, 2009

Happy feet

Hún Sunna Maren er komin með nýtt nafn en það er happy feet því hún er alltaf hlaupandi. Hún hleypur í stólnum sínum, þegar hún liggur á maganum og bakinu, þegar maður heldur á henni, hún er síhlaupandi, einu skiptin sem hún hleypur ekki er þegar hún situr (svoldið erfit að hlaupa sitjand :-).
Jasoni fynnst líka mjög fyndið þegar hún liggur á bakinu þá hreyfir hún rassinn fram og til baka. Hann segir að hún sé alltaf að dilla sér og syngur hástöfum fyrir hana "ég fíla dilla dilla, ég fíla dilla dilla".

Sundið gekk ljómandi vel í þetta skiptið. Eins og síðast fannst henni rosalega gaman í sundinu sjálfu, skellihló þegar við vorum að vesenast eitthv með hana. Síðast vældi hún aðeins þegar við fórum upp úr í sturtu og klæða okkur en í þetta skiptið var mamman svo sniðug að koma með smá dót með sér og mín dundaði sér bara með það í meðan ég klæddi mig. Jason var líka mjög ánægður, þetta voru nú einu sinni hans verðlaun fyrir að vera duglegur að læra. Við fórum auðv í rennibrautina og ég veit ekki alveg hvor skemmti sér betur, mamman eða barnið :-).

En núna vorum við að koma úr ræktinni í annað skiptið, nú var ekkert grátið og henni hrósað mikið fyrir hve góð hún var. Þegar ég kom að sækja hana var hún komin út í kerru og sofnuð og er enn sofandi, þannig að þetta er ekki svo slæmt.

Jæja þá er litla skvís vöknuð og búin að drekka og borða graut með perumauki og smá sólblómaolíu og það gekk nú bara sæmilega og koma því ofan í hana. Annars verður mamman að fara að gera minni skammta, helmingurinn fer alltaf í vaskinn, kann ekki að búa til smáa skammta en verður að læra það, það er jú víst kreppa.

Svo er það bara idolið hjá Jonna og Allý í kvöld, Ými til mikillar ánægju.

No comments: