Sunday, March 8, 2009

Helgin

Laugardagurinn var nú bara frekar rólegur. Ýmir fór í vinnu kl 10 og við mæðgurnar bara að dunda okkur. Sunna Maren sofnaði í c.a. klst milli 11 og 12. Drengurinn kom svo heim með fullann poka af nammi (það er nú nammidagur mamma, sagði hann) um eittleytið. SM fékk svo að borða graut blandaður saman við sætar kartöflur sem henni fynnst nú bara sæmilegt. Meðan hún var að borða koma afi Pétur með Daníel og fóru þeir frændur saman út með afa. Það var víst svaka fjör, þeir fóru í Húsdýragarðinn, keilu, gefa öndunum og fengu svo pulsu og nammi, rosalega ánægðir. Kolla og co komu svo í heimsókn um kvöldið og Böddi líka.

Sunnudagurinn var enn rólegri, við gerðum nákvæmlega ekkert. Jason var að leika við Emil, þeir skiptust á að vera hér og heima hjá honum. Sunna Maren fékk eplamauk í fyrsta skiptið í kvöldmat og fannst það gott :-).

Daníel kom núna kl þrjú og er að leika við Jason. Jason er búinn að spyrja mikið eftir honum og segja öllum vinum sínum frá því að Daníel frændi væri að koma. Nú er Sunna Maren farin út í vagn í sólinni, yndislegt veður, sól og blíða. Svo á morgun fer ég til Hannesar, kl 12, spurning hver passar???

No comments: