Monday, March 2, 2009

 

Jæja þá er 6 mán skoðunin búin. Hún fékk aftur spautu, núna fyrir Meningókokkum C. Stúlkan stóð sig náttúrulega eins og hetja, kom að vísu pínu væl en manni svíður víst þegar verið er að sprauta efninu inn. En hún var nú fljót að fyrirgefa þetta og var farin að brosa þegar plásturinn var settur á.
Hún heldur bara sinni kúrfu, orðin 7625 g og 67,5 cm. Höfuðmálið er 43,8 cm. Svo kom Gunnar að líta á hana og hann var bara ánægður með hana. Ég fór með myndina af henni þar sem sést hvernig hún varð eftir grautinn og þau sögðu nú bara að ég ætti ekki að gefa henni hafra strax, þyrfti nú samt ekki að þýða að hún gæti ekki borðað hafra, bara prófa aftur þegar hún yrði eldri.
En litla snúllan mín er farin að geta setið ein. Hún flytur dót milli handa (er reyndar löngu farin að gera það), brosir þegar maður brosir til hennar, tekur vel eftir öllu í kringum sig. Hún er líka farin að grenja þegar maður tekur af henni eitthv sem hún vill hafa en er fljót að fyrirgefa það og farin að brosa strax aftur. Hún hendir hlutum viljandi á gólfið og hún tekur alltaf í skeiðina þegar hún er að borða, vill helst mata sig sjálf :-).
Hún elskar að kúra hjá okkur (okkur fynnst það nú ekkert slæmt heldur :-), við mæðgur leggjum okkur stundum í ca klst á morgnanna og það er svo æðislegt þegar hún vaknar og horfir á mann og brosir og svo brosir allan hringinn þegar hún sér bróðir sinn. Hún er líka farin að fara að gráta þegar hún sér ekki mömmu sína og er orðin mjög þreytt (þá er gott að hafa mömmu hjá sér) og henni fynnst mjög gaman þegar verið er að hnoðast með hana og hossast, skellihlær þegar afi Jonni og hún gera "við skulum róa á selabát".
Nú förum við bara að þurfa að fá ömmu Bubbu í heimsókn áður en snúllan byrjar að ganga og ef hún á leið aftur til Kanada þá pöntum við eitt stykki útigalla eins og hún keypti síðast :-).
Posted by Picasa

No comments: