Við Sunna Maren skeltum okkur í ræktina þegar við vorum búnar að koma strákunum á sína staði. Það gekk bara rosalega vel hjá henni, það voru nokkur börn á hennar aldri þarna. Ég var í u.þ.b klst í burtu og þegar ég kom sat hún í fanginu á einni konunni og ég fékk hana í fangið með tár í augunum og ekka :-(. Þær sögðu mér að það hefði strákur farið að hágráta og þar sem maður er nú ekki vanur að vera nálægt grátandi börnum þá fer maður nú bara að gráta líka. En hún var búin að vera rosalega góð þangað til og við förum að sjálfsögðu aftur.
Sunna Maren fékk gulrætur í fyrsta skiptið núna áðan. Ég var í allt gærkvöldið að gufusjóða gulrætur, verður að gufusjóða svo að öllu góðu efnin fari ekki úr, ég held að ég hafi byrjað að gufusjóða um 8 leitið og þegar ég slökkti loks undir pottinum um 11 þá var ég búin að gufusjóða alla íbúðina, komin gufa á alla gluggana í íbúðinni og samt fannst mér gulræturnar ekki vera orðnar linar. En ég setti þær í maukarann og smá vatn með og það var alveg í lagi (örugglega löngu orðnar tilbúnar:-). En hún fékk s.s gulrætur í hádeginu, bara 2-3 skeiðar og það var sko alveg nóg, bæði fyrir hana og mig. Hún frussaði þessu öllu út úr sér þannig að það var nánast allt út í gulrót, ég, hún, borðið, gólfið og hún náði að frussa aðeins á köttinn. Ég held nú að það hafi ekki mikið farið alla leið ofan í maga.
Nú sefur snúllan vært út í vagni í snjókomunni og mamman er að spá í að fara að þrífa :-(.
Tuesday, March 3, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment