Wednesday, March 4, 2009

Yndislegt veður

Ekki gekk betur að koma matnum ofan í hana í dag, henni fynnst þetta ekkert sérstakt. Í dag fannst henni mjög sniðugt að gera svona bílahljóð (burrr) þegar ég setti grautinn upp í hana þannig að hann spýttist allur út úr henni og einnig fannst henni sniðugt að hafa munninn galopinn og leyfa grautnum að leku niður en ofan í maga skal hann ekki fara.
Núna er ég að reyna að gefa henni banana en nei borðar frekar smekkinn en þennan...

En við fórum í langan göngutúr í yndislegu veðri núna í dag. Við gengum 6 km en fórum samt ekki út úr hverfinu. Ég var nú samt að spá í að hætta við því að það var ekki búið að ryðja göngustígana og svoldið eftitt að keyra vagninn en við létum okkur hafa það og sáum sko ekki eftir því, yndislegt, glampandi sól og snjóhvítur snjór og engin vindur.
Nú situr hún skelli hlæjandi í stólnum sínum, fæturnir alveg á fullu (fæturnir stoppa ekki, hún er alltaf á hlaupum) með smekkinn hálfan upp í sér, voða ánægð með sig :-). Svo er það sund í kvöld með alla famelíuna.

No comments: