jæja þá er enn ein vikan búin. Mamma kom núna á föstudaginn og var framm á þriðjudagskvöld. Þær Sunna Maren urðu rosa góðar vinkonur á þessum stutta tíma þó það hefði nú ekki byrjað vel því litla skottan fór bara að væla þegar hún sá ömmu fyrst á flugvelinum en Jason var nú ekki lengi að útskýra afhverju það var. Hún var nú bara að vakna og það er svo langt síðan hún sá þig síðast, alveg með allt á hreinu þessi drengur.
Á laugardaginn fóru þau SM, JÝJ og amma í langan göngutúr og gáfu m.a. öndunum. Á laugard.kv og um nóttina er Sunna Maren frekar kvefuð og hóstar mikið og er svoldið hás :-(. Ýmir fór í afmæli um kvöldið þannig að ég leyfði henni bara að sofa hjá mér og svaf hún fyrri part nætur í fanginu mínu eða þanngað til að ég gat ekki vakað lengur og lagði hana við hliðina á mér með vel hátt undir höfði.
Á sunnud fór Jason í bíó með Daníel, Gyðu og Kollu frænku og svo í Smáralind að fá sér ís og í leikland, æðislega ánægður með Kollu frænku, hún leyfði honum að fá kók og svo í hléinu þá fékk hann smá nammi þótt að það væri ekki laugardagur :-).
Á mánud vorum við bara að dúllast heima, ég að hekla og mamma að prjóna.
Svo fór Sunna Maren í fyrsta skiptið í Kringluna á þriðjudaginn, alveg að verða 7 mánaða.
Er núna að mauka brokkólí, blómkál, gulrætur, sætar kartöflu, gular baunir og epli.
Blómkál - rosa gott :-)
Thursday, March 26, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment