Sunna Maren er farin að vakna núna milli 5 og 6 á morgnana og sofnar ekki aftur fyrr en um 9. Vonandi er þetta bara eitthvað stutt tímabil sem klárast helst á morgun. Þetta setur allt úr skorðum, hún á að vera vakandi milli 9 og 11 svo að mamman geti farið í ræktina, svona er hún nú sjálfselsk þessi mamma, hugsar bara um sjálfan sig.
En við fórum nú samt í ræktina í morgun. Hún svaf bara aðeins í bílnum á leiðinni og það var nóg til þess að hún endist í ca 2 tíma. Hún var reyndar grátandi þegar ég kom að sækja hana en þær sögðu að hún hefði bara verið nýbyrjuð að gráta. En hún var alveg með ekka og sofnaði á leiðinni heim, með ekka í svefni.
Engin laus tönn hjá drengnum mínu og engin tönn sjáanleg hjá litlu skvísu.
Núna fynnst henni grautur með sveskjumauki æðislegt, Ýmir skilur ekkert í henni :-) en banana get ég ekki fengið hana til að borða.
Jason er loksins (segir hann) kominn með lykil af húsinu, við fórum og létum smíða lykill í síðustu viku handa honum og nú á ég alltaf að hafa læst þegar hann kemur heim ;-)
Wednesday, March 18, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment