Við vöknuðum í morgun kl rétt yfir sex og fengum okkur graut og klæddum okkur. Vöktum svo Jason kl hálf átta og vorum komin út rétt fyrir átta. Við erum nefnilega bíl laus og þess vegna urðum við að ganga í skólann. Það var bara yndislegt, glampandi sól og alveg logn. Þegar við vorum búnar að koma Jasoni í skólann fórum við í langann göngutúr, m.a. upp í Ásland, gengum 8,1 km.
Sunna Maren er búin að fara í bað í eldhúsvaskinum og fannst það gaman, samt mest gaman að taka tappann úr :-).
Í gær fékk hún að smakka hamborgar og fannst góður. Það eina sem hún vill ekki er banani, hún vill hann reyndar ef hann er í krukku með öðrum ávöxtum en ekki stappaðann.
Thursday, April 16, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment