Sunna Maren er enn ælandi en þó aðalega á nóttunni. Vaknaði í nótt hóstandi og ælandi :-(. Það kemur samt fyrir að hún æli á daginn og þá eftir að hún er búin að hósta. Við höfum ekkert farið, bara verið heima og haft það notalegt. Við fórum reyndar í göngutúr niður að Setbergsskóla og fórum í fótbolta og körfubolta, við Jason á móti Ými. Við rústuðum honum auðvitað bæði í fót- og körfubolta. Sunna Maren svaf á meðan. Föstudaginn langa fórum við svo í mat til Jonna og Allýjar. Í gær var bara slappað af og spilað.
Í morgun vaknaði Jason fyrir kl 8, yfir sig spenntur. Páskakanínan kom um nóttina og faldi öll 9 páskaegginn, já 9 páskaegg hjá þessari fjölsk, mikið meira en eitt á mann. Við verðum fram á sumar að borða þau. En hann var nú snöggur að finna páskaegginn og enn þá sneggri að opna þau en hann borðar eiginlega bara hlaupið sem er inn í þeim, allt hitt skilur hann eftir.
Sunna Maren fékk að smakka smá páskaegg hjá pabba sínum, ömmunni á Seyðó til mikillar gleði. Henni finnst sjálfsagt verst að hafa ekki gefið henni smakk sjálfri, það var sko mikið tautað yfir því hvað hún mátti fá og hvað ekki og fussað og sveiað yfir þessu öllu :-).
En svo er það páskamaturinn, lambalundir a la Ýmir og Sunna Maren fær eina lund að smakka.
Sunday, April 12, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ömmustelpa var ekki súkkulaðið gott!!!!!
Post a Comment