Wednesday, June 17, 2009

17.júní 2009

 

17. júní var frábær, þrátt fyrir rigningu. Við byrjuðum á því að labba út á bæjarskrifstofu að horfa á fallbyssuskotið. Jasoni fannst það ekkert smá spennandi og hlakkar mikið til að segja Emil og Sigurði Bjarna frá þessu. "Það var gott að þú tókst skotið upp á video mamma því að annars mundu þeir ekki trúa mér" sagði hann. Svo var skrúðganga að kirkjunni og þar inni var fjallkonan, þjóðsöngurinn og ræða. Þá var farið út í rigninguna og skoðað húsdýragarðinn. Það voru 2 endur og 3 egg, 4 hænur og 1 hani, 2 kanínum, 2 lömb og 2 kálfar, hafa þetta allt á hreinu :-). Jason lét mála sig og það var svolítið gaman að sjá svipinn á stelpunni þegar hann sagði henni hvað hann vildi vera, hann vildi nefnilega vera sverðtígrisdýr, flestir voru kisur eða kaninur en þetta tókst nú bara nokkuð vel hjá stelpunni, nema hann kvartaði aðeins yfir tönnunum og sagði henni að sverðtígrisdýr hefðu nú verð með aðeins lengri tennur og hún var nú fljót að laga það fyrir hann og hann fór mjög sáttur út.
Eftir þetta fórum við á kaffihús og fengum okkur kaffi, kakó og köku. Við Jason fórum svo á kajak í lóninu og stóðum okkur nú bara nokkuð vel miðað við að hvort okkar hafði nokkur sinni farið á svona "bát" áður.
Þá fórum við heim að borða og svo horfðum við Jason á Stikkfrí, 2x :-).
Þetta var s.s. bara góður dagur og drengurinn minn fór mjög ánægður að sofa
Posted by Picasa

No comments: