Sunday, June 21, 2009

Skógardagurinn mikli

 
Í gær fórum við á Skógardaginn mikla í Hallormsstað. Þar fengum við grillað naut á teini. Það var grillað heilt naut á teini, sem var búið að malla á grillinu alla nóttina og var orðið ekkert smá mjúkt og gott. Svo voru grillaðar pylsur og kaffi og lummur sem voru hitað á eldi. Þegar við vorum búin að gæða okkur á öllu þessu (nema lummunum en þær voru búnar þegar við ættluðum að smakka) og klifra í nokkrum trjám þá löbbuðum við í Atlavík. Þar óð Jason aðeins en ekki mikið því fljótið var frekar kalt. Svo var auðv kastað eins og tveim þrem steinum og hann fleytti kerlingum í fyrsta skiptið, ægilega ánægður.
Við löbbuðum aftur í bílinn um kl fimm og fórum þá í bónus að kaupa kvöldmat sem við ættluðum að borða úti í nátturunni. Við gerðum líka okkar besta til að finna teppi en það gekk ekki.
Við keyrðum til Borgarfjarðar og keyptum okkur kaffi og stein í Álfaborgarkaffi. Svo fórum við út á tanga og borðuðum nestið okkar þar.
Við fórum upp á Álfaborgir og keyrðum aðeins upp afleggjarann að Loðmundarfirði. Við fórum svo hinu megin við fljótið heim og vorum komin á Seyðisfjörð rétt fyrir miðnætti. Sunna Maren sofnaði un 22:30 en vaknaði allt of snemma eða kl 5.
Löng og góð ferð og allir ánægðir.
Posted by Picasa

1 comment:

Anonymous said...

Fallegust í heimi.