Monday, July 13, 2009

Komin heim



Litla stúlkan mín byrjaði á því að brenna sig á ofninum í morgun þegar hún vaknaði og fékk stóra blöðru á puttann :-(. Henni fannst þetta frekar vont og grét mikið.
En svo fékk hún plástur og þá lagaðist það aðeins :-) og hún grét ekki meir.

En að Akureyrarferðinni. Við lögðum af stað rétt fyrir 6. Stoppuðum aðeins á Egilsst. og á Mývatni. Við fengum okkur aðeins að borða á Mývatni og héldum svo áfram. Vorum kominn milli 23 og 24 í Kjarnaskóg. Gekk svona líka ljómandi vel að tjalda vagninum :-) og við vorum sofnuð fyrir kl 1.
SM vaknaði auðv bara á sínum tíma þannig að við mæðgur fengum okkur góða gönguferð eldsnemma um morguninn og skoðuðum svæðið. Þegar allir voru vaknaðir fórum við á Akureyri. Það var alveg frábært veður og við skildum bílinn eftir í miðbænum og löbbuðum til afa, með smá viðkomi í Lystigarðinn. Afi var auðv æðislega ánægður að sjá okkur og var nú bara nokkuð hress.
Við vorum hjá honum nokkra stund og fórum svo að kaupa okkur í kv.matinn. Fórum svo og grilluðum okkur svín. Þegar það var að verða tilbúið þá sáum við það að við vorum bara með skeiðar, enga gafla eða hnífa :-0. Þannig að við Jason hlupum í húsið þar sem tjaldverðirnir eru og þeir voru svo góðir að lána okkur hnífapör.
Mamma fór svo aftur til afa eftir matinn.
Þá fórum við m.a. að vaða, þ.e. Jason óð, við horfðum á en SM hefði nú alveg verið til í að fara ofan í. Svo svæfði ég Sunnu Maren og þegar hún var sofnuð þá loguðum við Jason aðeins til.
Þegar mamma kom aftur fórum við öll að sofa en þá var kl milli 22 og 23. Svo um kl 1 þá vaknar litli drengurinn minn með þvílíkar magakvalir og þurfti að hlaupa á klóið :-).
Á sunnudeginum fórum við til afa, skildum mömmu eftir þar á meðan við fórum í Jólahúsi, sveitamarkað og fl. Við lögðum svo af stað um sex. Fórum aðeins og hittum Huldu og Óla í Vaglaskógi og héldum svo af stað heim á leið.
Vorum komin heim rétt fyrir miðnætti.

No comments: