Thursday, July 23, 2009

Loksins fiskur :-)



Loksins veiddist eitthvað :-)
Þeir frændur fóru að veiða í gær og drengurinn var þvílíkt spenntur. Loksins veiddi hann fisk, tveir þoskar, og var svo ánægður með þetta að ég held bara að allur bærinn viti af þessum mikla afla þeirra :-). Hann segir öllum frá þessu og hringdi í pabba sinn og mig til að segja okkur frá þessu og var mjög stoltur af sjálfum sér.
En svo kom smá vandamál... Hvað átti að gera við fiskinn. Hann vildi fara með hann til Hafnarfj :-). Við sögðum honum að hann yrði að geyma hann úti en það var ekki hægt því honum yrði stolið !!!
Hann ætlaði því að gista í tjaldinu sinu úti um nóttina til að vakta fiskinn. En það var nú eiginlega of kalt til þess en hann ætlaði að vera úti eins lengi og hann gæti. Svo kom hann nú loksins inn og fór aðeins að horfa á.
Svolítið seinna fór Böðvar að ath með fiskinn og ætlaði að geyma hann í kjallaranum, hann fór út en fann hvergi fiskinn. Þá var drengurinn búinn að lauma honum inn í stofu í tjaldið sitt þar og ætlaði að sofa með hann :-).

En hún fór í viktun í gær og var búin að þyngjast um tæplega 400g :-).

No comments: