Wednesday, August 12, 2009

Þetta getur hún

Sunna Maren er farin að segja mjá þegar hún sér eða er að leita af kisa. Hún segir mamma, dada, namm og dadd (takk).
Henni finnst rosalega gaman að róla, fékk að prófa ungbarnaróluna hans Jasonar í dag og fannst það æði. Hún er svolítill grallari, ekki beint "stelpuleg", lítill rokkari, segir pabbi hennar :-). Hún hlær að flest öllu, meira að segja þegar vatni er helt yfir höfuðið hennar. Hún elskar að vera í baði og elskar að leika við bróðir sinn.
Hún er rosalega hrifin af kisa en er frekar mikill fantur og henni finnst ekkert leiðinlegt þegar maður segir ááá, þá hlær hún :-0, veit ekki hvernig það fer þegar hún fer til dagmömmunnar.
Hún er rosaleg kát stelpa en líka mjög ákveðin, eiginlega frek :-). Ef tekið er af henni eitthv sem hún er með þá er yfirleitt höfuðið komið strax komið niður í gólf og öskrað. Hún er mjög dugleg að leika sér og dansar ef hún heyrir lag. Hún borðar núna flest allt, uppáhald er samt kjúklingur og fiskur. En henni finnst nú líka svoldið gaman þegar hún fær að borða ristað brauð ein.
Henni finnst æðislegt að vera úti og skellihlær þegar hún fær vindinn framan í sig.
Hún er líka (löngu)farin að vinka bless, kyssa, klappa og borða sjálf með gaffli (getur stundum stungið í kjöt og sett upp í sig).

Sunna Maren og Jason sitja í sófanum og eru að horfa á baby tv. Jason er með fótboltamöppuna sína og framan á henni er lítil passamynd af mömmu sem hún gafst Jasoni. Sunna Maren sér hana og brosir út af eyrum og smellir svo einum kossi á ömmu sína :-) án þess að nokkur biðji hana um það :-).

1 comment:

Unknown said...

Ömmustelpa er bara yndisleg bara nokkrir dagar þangað til amma fær koss.