Dagur 3. Var í 2 1/2 klst í dag og var orðin mjög þreytt þegar við komum að sækja hana. En annars gekk allt mjög vel. Sefur fyrri lúrinn á morgun.
Fór strax út í vagn þegar við komum heim og sofnaði eins og skot :-).
Ýmir fór með Jason og Emil í sund en við stelpurnar fórum bara heim. Jason var ofurspenntur fyrir sundferðinni, þvílikt bull sem kemur upp úr einum dreng :-).
Við fórum með bílinn í skoðun, hann fékk grænan :-(. Hjólalegur alveg að gefa sig þannig að það þarf að láta laga það.
En við Ýmir áttum 14 ára afmæli í gær og fórum í Bláa lónið. Ég átti frímiða (annars kostar yfir 4000 kr :-0). Það var alveg æðislegt, ekkert sérstakt veður samt, svoldið kalt og þegar við komum út þá var byrjuð þessi líka svaka dempa. Böðvar passaði og það gekk ljómadi vel.
Wednesday, August 19, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment